Lillard skoraði alls 50 stig í leiknum auk þess að gefa tíu stoðsendingar. Portland var 17 stigum undir þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum en Lillard tryggði liðinu á endanum 125-124 sigur með tveimur vítaskotum þegar 1,2 sekúnda var eftir.
Lillard skoraði 20 stig í lokafjórðungnum og endaði með sex þriggja stiga körfur. Þökk sé honum er Portland nú með 23 sigra í 5.-6. sæti vesturdeildar. New Orleans fjarlægðist hins vegar úrslitakeppnina og er í 11. sæti með fjórum töpum meira en næsta lið, Memphis Grizzlies.
Watch the best of @Dame_Lillard's 12 50-point games!
— NBA (@NBA) March 17, 2021
He's now tied with LeBron James for 7th most 50-point games in NBA history. pic.twitter.com/udI2raX9Bn
Utah Jazz er með bestu stöðuna af öllum liðum og komst aftur á sigurbraut með 117-109 sigri á Boston Celtics eftir góðan lokaleikhluta.
Philadelphia 76ers eru á toppi austurdeildar og unnu 99-96 sigur á New York Knicks. Tobias Harris skoraði 30 stig en þetta var sjötti sigur Philadelphia í röð.
LeBron James náði svo sinni 99. þreföldu tvennu í 137-121 sigri Los Angeles Lakers á Minnesota Timberwolves. James skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar en Minnesota á botninum.
Úrslitin í nótt:
- Boston 109-117 Utah
- Miami 113-98 Cleveland
- Philadelphia 99-96 New York
- Chicago 123-102 Oklahoma
- Houston 107-119 Atlanta
- Portland 125-124 New Orleans
- LA Lakers 137-121 Minnesota