Erlent

Hvetur stuðnings­menn til að bólu­setja sig

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump yfirgefur Trump Tower á Manhattan í bíl fyrr í mánuðinum.
Donald Trump yfirgefur Trump Tower á Manhattan í bíl fyrr í mánuðinum. Getty

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvetur stuðningsmenn sína til þess að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni.

Þetta kom fram í viðtali við forsetann fyrrverandi á Fox sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi en fram til þessa hefur Trump lítið tjáð sig um bólusetningarnar, sem eru á fullu skriði í landinu.

Þónokkur andstaða er þó hjá stórum hópi fólks og í nýlegri könnun kom í ljós að um þriðjungur kjósenda Repúblikanaflokksins, sem er flokkur Trumps, segist myndu neita bólusetningu þegar þeim stæði hún til boða. Aðeins tíu prósent Demókrata svöruðu á sömu leið.

Sjálfur var Trump bólusettur með leynd í Hvíta húsinu í janúar, áður en hann lét af embætti, ásamt Melaníu eiginkonu sinni. Í viðtalinu í gær sagðist hann mæla með bólusetningunni og að efnin væru fullkomlega örugg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×