Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 10:33 Pfizer-bólusetning í fullum gangi í Laugardalshöll um daginn. Vísir/Vilhelm Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent