Tuttugu eru nú í sóttkví á landinu og 31 í einangrun. 982 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi en þar var enginn skráður í gær.
Tekin voru 980 sýni í gær, þar af 602 í einkennasýnatöku Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar og 379 við landamæraskimun.
Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa, er 2,2 og óbreytt síðan í gær. Nýgengi landamærasmita er 6,3 en var 6,8 í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.