Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 11:48 Undanfarna mánuði hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen svæðisins frá Keflavíkurflugvelli, Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Almennt bann hefur þó ríkt á farþega þaðan með tilteknum undantekningum. Með breyttum reglum getur fólk sem hefur verið bólusett eða jafnað sig á Covid 19 frá löndum utan Schengen komið til landsins geti það sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Vísir/Vilhelm Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað. Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36