Er Móna Lísa bóla? Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Rafmyntir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun