Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 09:07 Anatólí Antonov, sendiherra Rússa í Washington, er á heimleið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25