Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:56 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Blái baugurinn sem er teiknaður við suðurskaut reikistjörnunnar á að tákna vindhraða. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu. Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu.
Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent