Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2021 19:01 Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu. Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur. Seltjarnarnes Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur.
Seltjarnarnes Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira