Fótbolti

Liðin úr úrslitaleiknum mætast og Liverpool mætir Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bayern München á titil að verja í Meistaradeild Evrópu.
Bayern München á titil að verja í Meistaradeild Evrópu. epa/Miguel A. Lopes

Sannkallaðir stórveldaslagir verða í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dregið var til átta liða úrslita og undanúrslita í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi í hádeginu.

Á meðal viðureignanna í átta liða úrslitum er rimma liðanna sem mættust í úrslitaleiknum í fyrra, Bayern München og PSG. Leikirnir í átta liða úrslitum eru eftirfarandi:

  • Manchester City - Dortmund
  • Porto - Chelsea
  • Bayern München - PSG
  • Real Madrid - Liverpool

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram 6. og 7. apríl og seinni leikirnir 13. og 14. apríl.

Einnig var dregið til undanúrslita og ljóst hvernig þau koma til með að líta út:

  • Bayern/PSG - Manchester City/Dortmund
  • Real Madrid/Liverpool - Porto/Chelsea

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Istanbúl 29. maí.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×