Kjarninn greindi frá því á miðvikudag að Sigurður Ingi hefði deild eftirfarandi ummælum á Instagram:
„Mælti fyrir frumvarpi um loftferðir. Fjallar m.a. um skipulagsreglur sem ráðherra getur sett sem ætlað er að ganga framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis-, aðal- og deiliskipulag). Frá því að skipulagsreglur flugvallar taka gildi eru sveitarfélög bundin af efni þeirra.“
Kjarninn leitaði viðbragða hjá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjarvíkurborgar, sem sagði frumvarpið „galið“ hvað þetta snerti.
„Við fyrstu sýn slær það mig sem tilraun ráðherra til að svipta sveitarfélög á Íslandi skipulagsvaldinu og ekki annað hægt en að fordæma það,“ sagði hún í skriflegu svari. Frumvarpið væri með öllu óásættanlegt.
Sigurður Ingi segir hins vegar ekki um neina breytingu að ræða, heldur væri verið að skerpa á því að ákveðið samráð þyrfti að eiga sér stað milli aðila, líkt og væri á Keflavíkurvelli.
Spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði hann að enginn ætti að hafa vald til að geta tekið einhliða ákvörðun um framtíð flugvalla og umræðan væri stormur í vatnsglasi. „Þessi löggjöf er fyrir hendi í dag,“ sagði hann.