Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 14:42 Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum. Fjölmiðlar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þá er Nadine einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir að afhjúpa umfangsmikli og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Verðlaunin verða afhent í næstu viku. Hér má sjá tilnefningarnar í heild: Umfjöllun ársins Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum. Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri. Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð. Rannsóknarblaðamennska ársins Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020. Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Blaðamannaverðlaun ársins Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra. Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.
Fjölmiðlar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira