Af hverju viljum við minni verðbólgu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. mars 2021 08:00 Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Verðlag Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar