Gylfi Þór og eiginkona hans, Alexandra Ívarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni og því hefur Gylfi dregið sig úr landsliðshópnum.
Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM, en fyrsti leikurinn er gegn Þýskalandi á fimmtudaginn.
Arnar Þór Viðarson valdi á dögunum 25 manna hóp sem átti að taka þátt í þessu verkefni en Björn Bergmann Sigurðarson hefur einnig dregið sig úr hópnum.
Ekki er fyrirhugað að bæta við leikönnum í stað Gylfa og Björns sem detta út.
Af persónulegum ástæðum verður Gylfi Þór Sigurðsson ekki með A landsliði karla í leikjunum þremur í undankeppni HM 2022 í mars. Gylfi og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni. pic.twitter.com/AR2vbNlBj9
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 21, 2021