Þetta kemur fram í tilkynningu frá Securitas. Þar segir að Jóhann Gunnar hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Isavia.
Þar áður hafi hann starfað sem framkvæmdarstjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og einnig sem aðstoðarforstjóri Icelandic Group.
Jóhann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.