Staðfestir höfnun á innflutningi fugla sem voru aflífaðir fyrir þremur árum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:41 Skrautfuglarnir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þeirra á meðal voru gárar eins og þessi. Stöð 2 Tæpur þremur árum eftir að á þriðja hundrað skrautfuglar voru aflífaðir að kröfu Matvælastofnunar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að hafna innflutningi á fuglunum. Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni. Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni.
Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira