Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2021 21:21 Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað. Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira