Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2021 22:35 Ólafur Ólafsson var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
„Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira