NBA dagsins: Einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 15:01 Luke Kennard átti ótrúlegan seinni hálfleik í sigri Los Angeles Clippers. AP/Mark J. Terrill Ein löng sigurganga og ein miklu lengri taphrina enduðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira