Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 07:30 Miðherjinn frábæri Nikola Jokic bendir John Goble dómara á eitthvað í leik með Denver Nuggets liðinu. AP/David Zalubowski Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira