Hvar eru nauðsynlegar framkvæmdir í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2021 07:30 Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun