Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:05 Reglugerð ráðherra gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta í rými á veitingastöðum verði tuttugu manns. Sóttvarnalæknir lagði til að hámarkið yrði tíu manns. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14