Kærur hafa verið sendar út vegna náttúruspjalla við gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:47 Miklir slóðar hafa myndast á svæðinu í kring um Geldingadal. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur sent út kærur vegna umhverfisspjalla í kring um gosstöðvarnar í Geldingadal. Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Tvær kærur hafa þegar verið sendar til lögreglu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50
Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31
Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02