500. landsleikurinn framundan: Aron Einar tvöfalt oftar fyrirliði en næsti maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í næstum því heilan áratug. Hér er hann fyrir framan hópinn á EM í Frakklandi 2016. EPA/GEORGI LICOVSKI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi í kvöld og Vísir heldur áfram að skoða nokkur met landsliðsins í þessu fyrstu 499 leikjum. Einn maður hefur verið langoftast fyrirliði íslenska liðsins. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í næstum því áratug og er fyrir löngu búinn að eignast metið yfir flesta leiki sem fyrirliði liðsins. Aron Einar Gunnarsson mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í 63. sinn á MSV-Arena í Duisburg í kvöld. Aron Einar var fyrst fyrirliði íslenska landsliðsins í leik á móti Frökkum 27. maí 2012 en hann var þá aðeins nýorðinn 23 ára og bara að leika sinn 27. landsleik. Good morning. How are you doing today? pic.twitter.com/Cnb5oeSJXu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Aron var hins vegar fæddur fyrirliði og hann hefur verið aðalfyrirliði íslenska landsliðsins síðan. Nú er svo komið að Aron Einar hefur verið fyrirliði í 62 af 91 landsleik sínum fyrir Íslands eða í 68 prósent leikjanna. Í þremur öðrum leikjum hefur hann síðan tekið við fyrirliðabandið þegar hann kom inn á sem varamaður. Þetta hlutfall á aðeins eftir að hækka því það er ekki að sjá það fyrir að fyrirliðabandið verið tekið aftur af Aroni Einari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aron Einar bætti metið yfir flesta leiki sem fyrirliði þegar hann leiddi liðið inn á völlinn í 32. sinn á móti Noregi í Osló 1. júní 2016. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnaði met fyrr á því ári en Atli Eðvaldsson átti metið í langan tíma og tók það á sínum tíma af bróður sínum Jóhannesi Eðvaldssyni. Aron Einar á þó enn nokkur ár í því að ná Eiði Smára í árafjölda sem fyrirliði. Eiður Smári bar nefnilega fyrirliðaband landsliðsins með næstum því þrettán ára millibili. Eiður var fyrst fyrirliði 2003 og í síðasta skiptið árið 2016. Leikmenn sem hafa oftast verið fyrirliðar Íslands frá upphafi leiks: Aron Einar Gunnarsson 62 leikir Atli Eðvaldsson 31 leikur Eiður Smári Guðjohnsen 31 leikur Guðni Bergsson 30 leikir Jóhannes Eðvaldsson 27 leikir Hermann Hreiðarsson 24 leikir Ríkharður Jónsson 24 leikir Marteinn Geirsson 22 leikir Eyjólfur Sverrisson 19 leikir Sigurður Jónsson 18 leikir Gylfi Þór Sigurðsson 12 leikir HM 2022 í Katar Tímamót KSÍ Tengdar fréttir 500. landsleikurinn framundan: Átta hafa átt leikjametið frá árinu 1953 Rúnar Kristinsson er sá eini sem hefur spilað yfir hundrað landsleiki fyrir Íslands en það gæti breyst á árinu 2021. 24. mars 2021 14:00 500. landsleikurinn framundan: Eiður Smári hefur deilt efsta sæti markalistans með öðrum í 932 daga Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið markahæsti landsliðsmaður Íslands í rúm fjórtán ár en hann hefur þó ekki alltaf verið einn á toppnum. 23. mars 2021 14:30 500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. 22. mars 2021 15:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í næstum því áratug og er fyrir löngu búinn að eignast metið yfir flesta leiki sem fyrirliði liðsins. Aron Einar Gunnarsson mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í 63. sinn á MSV-Arena í Duisburg í kvöld. Aron Einar var fyrst fyrirliði íslenska landsliðsins í leik á móti Frökkum 27. maí 2012 en hann var þá aðeins nýorðinn 23 ára og bara að leika sinn 27. landsleik. Good morning. How are you doing today? pic.twitter.com/Cnb5oeSJXu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Aron var hins vegar fæddur fyrirliði og hann hefur verið aðalfyrirliði íslenska landsliðsins síðan. Nú er svo komið að Aron Einar hefur verið fyrirliði í 62 af 91 landsleik sínum fyrir Íslands eða í 68 prósent leikjanna. Í þremur öðrum leikjum hefur hann síðan tekið við fyrirliðabandið þegar hann kom inn á sem varamaður. Þetta hlutfall á aðeins eftir að hækka því það er ekki að sjá það fyrir að fyrirliðabandið verið tekið aftur af Aroni Einari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aron Einar bætti metið yfir flesta leiki sem fyrirliði þegar hann leiddi liðið inn á völlinn í 32. sinn á móti Noregi í Osló 1. júní 2016. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnaði met fyrr á því ári en Atli Eðvaldsson átti metið í langan tíma og tók það á sínum tíma af bróður sínum Jóhannesi Eðvaldssyni. Aron Einar á þó enn nokkur ár í því að ná Eiði Smára í árafjölda sem fyrirliði. Eiður Smári bar nefnilega fyrirliðaband landsliðsins með næstum því þrettán ára millibili. Eiður var fyrst fyrirliði 2003 og í síðasta skiptið árið 2016. Leikmenn sem hafa oftast verið fyrirliðar Íslands frá upphafi leiks: Aron Einar Gunnarsson 62 leikir Atli Eðvaldsson 31 leikur Eiður Smári Guðjohnsen 31 leikur Guðni Bergsson 30 leikir Jóhannes Eðvaldsson 27 leikir Hermann Hreiðarsson 24 leikir Ríkharður Jónsson 24 leikir Marteinn Geirsson 22 leikir Eyjólfur Sverrisson 19 leikir Sigurður Jónsson 18 leikir Gylfi Þór Sigurðsson 12 leikir
Leikmenn sem hafa oftast verið fyrirliðar Íslands frá upphafi leiks: Aron Einar Gunnarsson 62 leikir Atli Eðvaldsson 31 leikur Eiður Smári Guðjohnsen 31 leikur Guðni Bergsson 30 leikir Jóhannes Eðvaldsson 27 leikir Hermann Hreiðarsson 24 leikir Ríkharður Jónsson 24 leikir Marteinn Geirsson 22 leikir Eyjólfur Sverrisson 19 leikir Sigurður Jónsson 18 leikir Gylfi Þór Sigurðsson 12 leikir
HM 2022 í Katar Tímamót KSÍ Tengdar fréttir 500. landsleikurinn framundan: Átta hafa átt leikjametið frá árinu 1953 Rúnar Kristinsson er sá eini sem hefur spilað yfir hundrað landsleiki fyrir Íslands en það gæti breyst á árinu 2021. 24. mars 2021 14:00 500. landsleikurinn framundan: Eiður Smári hefur deilt efsta sæti markalistans með öðrum í 932 daga Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið markahæsti landsliðsmaður Íslands í rúm fjórtán ár en hann hefur þó ekki alltaf verið einn á toppnum. 23. mars 2021 14:30 500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. 22. mars 2021 15:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
500. landsleikurinn framundan: Átta hafa átt leikjametið frá árinu 1953 Rúnar Kristinsson er sá eini sem hefur spilað yfir hundrað landsleiki fyrir Íslands en það gæti breyst á árinu 2021. 24. mars 2021 14:00
500. landsleikurinn framundan: Eiður Smári hefur deilt efsta sæti markalistans með öðrum í 932 daga Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið markahæsti landsliðsmaður Íslands í rúm fjórtán ár en hann hefur þó ekki alltaf verið einn á toppnum. 23. mars 2021 14:30
500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. 22. mars 2021 15:30