Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 10:24 Ströngum reglum er ætlað að mynda skjaldborg utan um starfsfólk og þar með þjónustuna við íbúa. Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira