Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2021 16:21 Helgi Seljan. Samkvæmt úrskurði siðanefndar Ríkisútvarpsins fyrirgerði Helgi hlutlægni sinni en Stefán Eiríkisson segir í yfirlýsingu að nefndin hafi bara verið að fjalla um hvort ummælin væru smekkleg eða ekki. vísir/vilhelm Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. Stundin greindi frá málinu fyrr í dag en málið sjálft hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda sérstakt. Samherji kærði 11 fréttamenn vegna ummæla sem þeir höfðu viðhaft á samfélagsmiðlum en þar tjáðu þau sig um umsvif Samherja í Namibíu sem um hafði verið fjallað í fréttaþættinum Kveiki. Samherji telur starfsmennina, einkum Helga, hafa brotið 4.mgr. 3. gr. siðareglna Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“ Kæran kom flatt uppá stofnunina því engin siðanefnd var starfandi til að fylgja mætti þessum siðareglum eftir. Þurfti því að skipa hana eða endurlífga áður en hún gat tekið málið til umfjöllunar og kveðið upp sinn úrskurð. Og það gerðu þau Gunnar Þór Pétursson, Páll Rafnar Þorsteinsson og Sigrún Stefánsdóttir. Helgi talinn hafa fyrirgert hlutlægni sinni Ummæli Helga sem siðanefndin taldi ekki bjóðandi eru: „Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“ Í úrskurðinum, sem er ítarlegur, segir meðal annars: „Telja verður að með þessum ummælum sínum, sérstaklega þegar þau eru saman tekin, en þó ekki aðeins, hafi Helgi Seljan gerst hlutdrægur og gengið lengra en það svigrúm sem hann hafi annars til þess að deila fréttum og fylgja þeim eftir með gagnrýnum spurningum eða ummælum, sambærilegum þeim sem hann myndi viðhafa sem fréttamaður, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin nafni,“ segir í úrskurðinum. Dómurinn bara um hvort þetta væri smekklegt Ríkisútvarpið virðist þrátt fyrir þessa málsgrein ekki meta það svo í yfirlýsingu sem birtist á vef Ríkisútvarpsins nú síðdegis í nafni útvarpsstjóra: Stefáns Eiríkssonar; að umfjöllunin bíði hnekki þó helsti umfjallandinn teljist af siðanefnd stofnunarinnar bullandi hlutdrægur. „Samkvæmt 9. gr. reglna um siðanefnd Ríkisútvarpsins segir að ef niðurstaða nefndarinnar bendi til þess að um sé að ræða brot í starfi í skilningi laga skuli nefndin vekja athygli útvarpsstjóra á því. Ekkert kemur fram í niðurstöðu nefndarinnar um að það eigi við í umræddu tilviki. Niðurstaðan hefur því ekki áhrif á störf Helga Seljan hjá RÚV,“ segir í yfirlýsingu Stefáns. Þá er þar tekið sérstaklega fram að ... kærur Samherja til siðanefndar RÚV snúast ekki um hvað er satt og rétt í fréttaflutningi RÚV um Samherja heldur hvort skrif fréttamanna á samfélagsmiðlum eru smekkleg eða ekki. Siðanefndin fjallaði ekki um fréttir eða fréttaskýringar RÚV, efni þeirra eða vinnslu. Niðurstaða nefndarinnar felur ekki í sér neina afstöðu til fréttanna. Fréttastofa RÚV stendur við allan fréttaflutning af málefnum Samherja og mun halda áfram að fjalla um fyrirtækið eins og tilefni er til.“ Vísir reyndi að ná tali af Ölmu Ómarsdóttur, sem er formaður Félags fréttamanna, vegna málsins en ekki náðist í hana. Þá gaf Helgi Seljan ekki kost á viðtali að svo stöddu máli. Hér neðar má sjá dóminn í heild sinni. Tengd skjöl Siðanefn_RÚV_urskurdur_12020PDF17.2MBSækja skjal Fjölmiðlar Samherjaskjölin Namibía Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV, þar sem skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. 1. september 2020 17:06 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Stundin greindi frá málinu fyrr í dag en málið sjálft hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda sérstakt. Samherji kærði 11 fréttamenn vegna ummæla sem þeir höfðu viðhaft á samfélagsmiðlum en þar tjáðu þau sig um umsvif Samherja í Namibíu sem um hafði verið fjallað í fréttaþættinum Kveiki. Samherji telur starfsmennina, einkum Helga, hafa brotið 4.mgr. 3. gr. siðareglna Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“ Kæran kom flatt uppá stofnunina því engin siðanefnd var starfandi til að fylgja mætti þessum siðareglum eftir. Þurfti því að skipa hana eða endurlífga áður en hún gat tekið málið til umfjöllunar og kveðið upp sinn úrskurð. Og það gerðu þau Gunnar Þór Pétursson, Páll Rafnar Þorsteinsson og Sigrún Stefánsdóttir. Helgi talinn hafa fyrirgert hlutlægni sinni Ummæli Helga sem siðanefndin taldi ekki bjóðandi eru: „Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“ Í úrskurðinum, sem er ítarlegur, segir meðal annars: „Telja verður að með þessum ummælum sínum, sérstaklega þegar þau eru saman tekin, en þó ekki aðeins, hafi Helgi Seljan gerst hlutdrægur og gengið lengra en það svigrúm sem hann hafi annars til þess að deila fréttum og fylgja þeim eftir með gagnrýnum spurningum eða ummælum, sambærilegum þeim sem hann myndi viðhafa sem fréttamaður, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin nafni,“ segir í úrskurðinum. Dómurinn bara um hvort þetta væri smekklegt Ríkisútvarpið virðist þrátt fyrir þessa málsgrein ekki meta það svo í yfirlýsingu sem birtist á vef Ríkisútvarpsins nú síðdegis í nafni útvarpsstjóra: Stefáns Eiríkssonar; að umfjöllunin bíði hnekki þó helsti umfjallandinn teljist af siðanefnd stofnunarinnar bullandi hlutdrægur. „Samkvæmt 9. gr. reglna um siðanefnd Ríkisútvarpsins segir að ef niðurstaða nefndarinnar bendi til þess að um sé að ræða brot í starfi í skilningi laga skuli nefndin vekja athygli útvarpsstjóra á því. Ekkert kemur fram í niðurstöðu nefndarinnar um að það eigi við í umræddu tilviki. Niðurstaðan hefur því ekki áhrif á störf Helga Seljan hjá RÚV,“ segir í yfirlýsingu Stefáns. Þá er þar tekið sérstaklega fram að ... kærur Samherja til siðanefndar RÚV snúast ekki um hvað er satt og rétt í fréttaflutningi RÚV um Samherja heldur hvort skrif fréttamanna á samfélagsmiðlum eru smekkleg eða ekki. Siðanefndin fjallaði ekki um fréttir eða fréttaskýringar RÚV, efni þeirra eða vinnslu. Niðurstaða nefndarinnar felur ekki í sér neina afstöðu til fréttanna. Fréttastofa RÚV stendur við allan fréttaflutning af málefnum Samherja og mun halda áfram að fjalla um fyrirtækið eins og tilefni er til.“ Vísir reyndi að ná tali af Ölmu Ómarsdóttur, sem er formaður Félags fréttamanna, vegna málsins en ekki náðist í hana. Þá gaf Helgi Seljan ekki kost á viðtali að svo stöddu máli. Hér neðar má sjá dóminn í heild sinni. Tengd skjöl Siðanefn_RÚV_urskurdur_12020PDF17.2MBSækja skjal
„Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Namibía Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV, þar sem skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. 1. september 2020 17:06 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV, þar sem skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. 1. september 2020 17:06
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01
Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15