Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08