Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 13:29 Kylfingar í Telford í Englandi, frelsinu fegnir í morgun. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi undanfarna þrjá mánuði. AP/Nick Potts Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira