Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:00 Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Selfossliðinu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í maí 2019 og þeir eru enn Íslandsmeistarar næstum því 23 mánuðum síðar. Nú er aftur óvissa um hvort að úrslitakeppnin geti fram en henni var aflýst í fyrra. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira