Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 12:31 Fulltrúum heilsugæslunnar ber ekki saman um svör Ríkiskaupa. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent