Volkswagen laug til um nafnabreytingu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 09:37 Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá breytingunni. Getty Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt. Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt.
Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira