Sjá ekki tengsl á milli þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir enn sem komið er ekki hægt að sjá tengsl á milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Smitrakning sé hins vegar enn í gangi og vel getur verið að hún leiði eitthvað í ljós varðandi hugsanleg tengsl smitanna. Þá gæti raðgreining einnig leitt eitthvað í ljós. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði þessi fimm smit utan sóttkvíar vera á suðvesturhorninu en einnig teygja sig inn á Suðurland. Það væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. Þórólfur sagði töluverðan fjölda hafa smitast innanlands undanfarna daga. Flestir væru í sóttkví en einnig hefðu nokkrir verið utan sóttkvíar og þau smit hafi reynst erfitt að rekja. „Ákveðnar vísbendingar eru um að þessi hópur geti nú verið vaxandi því að í gær greindust átta innanlands og þar af voru einungis þrír í sóttkví, fimm utan sóttkvíar. Rakning stendur nú yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu en á þessari stundu eru engar vísbendingar um tengsl á milli þessara aðila. Þessi smit greindust öll á suðvesturhorni landsins en reyndar á Suðurlandi líka þannig að það eru greinilega merki um að við erum ekki búin að ná utan um samfélagssmit á þessari stundu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að flestir þeirra sem hefðu greinst með veiruna í sóttkví tengdust smitum sem komu upp í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Það sama ætti ekki við um þá sem væru að greinast utan sóttkvíar. „Stóran hluta þeirra sem hafa greinst utan sóttkvíar má rekja til ferðamanns eða ferðamanna sem greinst hafa í seinni skimun og virðist hafa farið óvarlega í sinni fimm daga sóttkví,“ sagði Þórólfur en ítrekaði að enn ætti eftir að raðgreina og rekja smitin fimm sem greindust utan sóttkvíar í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Smitrakning sé hins vegar enn í gangi og vel getur verið að hún leiði eitthvað í ljós varðandi hugsanleg tengsl smitanna. Þá gæti raðgreining einnig leitt eitthvað í ljós. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði þessi fimm smit utan sóttkvíar vera á suðvesturhorninu en einnig teygja sig inn á Suðurland. Það væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. Þórólfur sagði töluverðan fjölda hafa smitast innanlands undanfarna daga. Flestir væru í sóttkví en einnig hefðu nokkrir verið utan sóttkvíar og þau smit hafi reynst erfitt að rekja. „Ákveðnar vísbendingar eru um að þessi hópur geti nú verið vaxandi því að í gær greindust átta innanlands og þar af voru einungis þrír í sóttkví, fimm utan sóttkvíar. Rakning stendur nú yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu en á þessari stundu eru engar vísbendingar um tengsl á milli þessara aðila. Þessi smit greindust öll á suðvesturhorni landsins en reyndar á Suðurlandi líka þannig að það eru greinilega merki um að við erum ekki búin að ná utan um samfélagssmit á þessari stundu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að flestir þeirra sem hefðu greinst með veiruna í sóttkví tengdust smitum sem komu upp í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Það sama ætti ekki við um þá sem væru að greinast utan sóttkvíar. „Stóran hluta þeirra sem hafa greinst utan sóttkvíar má rekja til ferðamanns eða ferðamanna sem greinst hafa í seinni skimun og virðist hafa farið óvarlega í sinni fimm daga sóttkví,“ sagði Þórólfur en ítrekaði að enn ætti eftir að raðgreina og rekja smitin fimm sem greindust utan sóttkvíar í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira