Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:43 Fjölmennt hefur verið við eldgosið í Geldingadölum. Almannavarnir hvetja fólk ekki til að fara á svæðið en biðja þá sem það gera um að huga að sóttvörnum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent