Fótbolti

Þjálfari Arsenal segir starfi sínu lausu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joe Montemurro mun ekki stýra Arsenal á næstu leiktíð.
Joe Montemurro mun ekki stýra Arsenal á næstu leiktíð. David Price/Getty Images

Joe Montemurro, þjálfari kvennaliðs Arsenal, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann hefur þjálfað liðin undanfarin þrjú ár en hefur ákveðið að róa á ný mið þegar leiktíðinni lýkur.

Hinn 51 árs gamli Ástrali tók við Arsenal í nóvember árið 2017 eftir að stýrt liðum í heimalandinu fram að því. Árið 2019 vann Arsenal sinn fyrsta deildartitil í sjö ár undir styrkri handleiðslu Montemurro.

Nú vill þjálfarinn eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og hefur því sagt starfi sínu lausu. Ákvörðunin var ekki léttvæg en Montemurro hefur verið stuðningsmaður Arsenal frá blautu barnsbeini.

Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×