Kári Árnason og Birkir Bjarnason í góðum félagsskap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 21:00 Kári og Birkir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018 í Rússlandi. David Ramos/Getty Images Þeir Kári Árnason og Birkir Bjarnason eru meðal þeirra 100 leikmanna sem hafa átt hvað besta landsleiki undanfarið. Það er fyrir landslið innan Evrópu. Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé. Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira