Lögreglumaður drepinn í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 20:47 Yogananda Pittman, lögreglustjóri í þinghúsinu, tilkynnir andlát Evans. Drew Angerer/Getty William Evans, lögreglumaður hjá bandaríska þinghúsinu, var drepinn í árás sem gerð var fyrir utan þinghúsið í dag. Hann, ásamt öðrum lögreglumanni, varð fyrir bíl sem ekið var á þá við öryggistálma fyrir utan þinghúsið í dag. Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent