Fótbolti

Bayern jók forskotið á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leon Goretzka fagnar marki sínu gegn RB Leipzig í dag.
Leon Goretzka fagnar marki sínu gegn RB Leipzig í dag. Alexander Hassenstein/Getty Images

RB Leipzig og Bayern Munich áttust við í toppslag þýsku deildarinnar í dag. Liðin í fyrsta og öðru sæti deildarinnar og Leipzig hefði getað saxað á forskot Bayern. Það voru þó þýsku meistararnir sem kláruðu mikilvægan 1-0 útisigur.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í dag, enda mikið undir. Það var ekki fyrr en á 38. mínútu sem gestirnir brutu ísinn, en þar var á ferðinni Leon Goretzka eftir stoðsendingu frá Thomas Müller.

Mark Goretzka reyndist vera eina mark leiksins og Bayern Munich því enn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum jók Bayern forskot sitt í sjö stig.

RB Leipzig situr enn í öðru sæti deildarinnar. Með sigri í dag hefðu þeir minnkað forskot Bayern niður í eitt stig og galopnað titilbaráttuna. Nú þegar sjö leikir eru eftir er orðið erfitt að ná þýsku meisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×