Milwaukee Bucks ætlar að tryggja sér þjónustu Jrue Holiday næstu fjögur árin eða til ársins 2025. Holiday er líklega að eiga sitt besta tímabil á ferlinum til þessa, en hann er með að meðaltali 17 stig, 5,4 stoðsendingar og 1,8 stolinn bolta í leik.
Hann er líka að skjóta betur en nokkru sinni áður, en 50,9% utan af velli og 39% þriggja stiga nýting talar sínu máli.
Það er ekki síst varnargeta Holiday sem heilla stjórnarmenn Bucks. Holiday missti af tíu leikjum í röð í vetur, en á þeim tíma var liðið með sautjándu bestu vörnina og tíundu bestu sóknina. Þegar Holiday spilar er liðið með eina af bestu fimm sóknum deildarinnar og eina af 10 bestu vörnunum.
Jrue Holiday and Bucks have agreed on a four-year max extension worth up to $160M, per @ShamsCharania pic.twitter.com/lyTxAWos2f
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021