Ákvörðunin er mörgum vonbrigði en nágrannar þeirra í Suður-Kóreu munu til að mynda hafa vonast eftir því að leikarnir myndu bæta samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið sérstaklega stirð undanfarin misseri.
Yfirvöld í Norður-Kóreu halda því fram að engin tilfelli kórónuveirunnar hafi fundist í landinu, sem sérfræðingum finnst þó afar ólíklegt.
Norður-Kórea er fyrsta ríkið sem ákveður að sniðganga leikanna, sem upphaflega átti að halda í fyrra, en var frestað vegna heimsfaraldursins.