Ekki á því að loka landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 22:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi um sóttvarnaráðstafanir fyrir komufarþega sem stjórnvöld voru gerð afturreka með í gær í Kastljósviðtali í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23