Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 09:30 Trinity Rodman á framtíðina fyrir sér í boltanum. Brad Smith/Getty Images Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum. Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira
Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum.
Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira