Kauphöllin tútnar út í einhverri mestu efnahagskreppu sem sést hefur Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 12:33 Hverjum klukkan glymur. Verð hlutabréfa hefur hækkað mjög yfir páskana. vísir/vilhelm Hlutabréf í Kauphöllinni hækkað um 50 milljarða króna í dymbliviku. Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“ Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“
Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira