Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 22:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist telja að sóttvarnir veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur í dag. Úrskurðurinn stendur óhaggaður og Þórólfur vinnu nú að nýju minnisblaði um framhaldið. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði með tillögum að næstu skrefum eftir að Landsréttur sneri ekki við úrskurði héraðsdóms um að skyldudvöl í sóttkvíarhóteli væri ólögmæt í dag. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og tók ekki efnislega afstöðu til hans í dag. Héraðsdómur taldi ekki hægt að skikka fólk sem kemur frá áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til að dvelja á sóttkvíarhóteli og taldi reglugerð um það ekki standast lög. Sá úrskurður stendur áfram. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnalæknis, staðfestir við Vísi að Þórólfur vinni að minnisblaði um næstu skref. Hann getur ekki sagt til um hvenær minnisblaðið verði afhent heilbrigðisráðherra. Mbl.is hafði eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í kvöld að þau sóttvarnalæknir muni í sameiningu reyna að takmarka líkur á að smit berist til landsins yfir landamærin. Útilokaði hún ekki að bæta þyrfti lagaumhverfið til að svo mætti verða. Þórólfur hefur ekki brugðist sjálfur við niðurstöðunni í Landsrétti í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en frávísunin lá fyrir sagðist hann telja að sóttvarnir á Íslandi veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00 Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og tók ekki efnislega afstöðu til hans í dag. Héraðsdómur taldi ekki hægt að skikka fólk sem kemur frá áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til að dvelja á sóttkvíarhóteli og taldi reglugerð um það ekki standast lög. Sá úrskurður stendur áfram. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnalæknis, staðfestir við Vísi að Þórólfur vinni að minnisblaði um næstu skref. Hann getur ekki sagt til um hvenær minnisblaðið verði afhent heilbrigðisráðherra. Mbl.is hafði eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í kvöld að þau sóttvarnalæknir muni í sameiningu reyna að takmarka líkur á að smit berist til landsins yfir landamærin. Útilokaði hún ekki að bæta þyrfti lagaumhverfið til að svo mætti verða. Þórólfur hefur ekki brugðist sjálfur við niðurstöðunni í Landsrétti í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en frávísunin lá fyrir sagðist hann telja að sóttvarnir á Íslandi veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00 Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00
Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02