Phoenix vann framlengdan toppslag og fullkomin endurkoma Durants Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 07:31 Kevin Durant fagnar með félögum sínum í endurkomuleiknum í nótt. AP/Frank Franklin II Phoenix Suns unnu framlengdan toppslag við Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 117-113. Kevin Durant lék sinn fyrsta leik fyrir Brooklyn Nets í tæpa tvo mánuði og klikkaði ekki á skoti, í afar öruggum sigri á New Orleans Pelicans, 139-111. Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah NBA Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Utah er enn á toppi vesturdeildar (38 sigrar/13 töp) þrátt fyrir tapið en nú með aðeins einum tapleik minna en Phoenix (36/14). Phoenix var nær sigri í venjulegum leiktíma en Donovan Mitchell setti niður erfiðan þrist til að jafna metin í 102-102 þegar tíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni skoraði Phoenix fyrstu fimm stigin og lenti aldrei undir. Devin Booker skoraði 35 stig og Chris Paul 29 en þeir settu báðir niður mikilvægar körfur fyrir Phoenix í framlengingunni. Brooklyn skoraði 79 stig í fyrri hálfleik Kevin Durant skoraði 17 stig fyrir Brooklyn í sínum fyrsta leik frá því 13. febrúar en hann var mættur til leiks eftir slæm meiðsli í læri. Durant skoraði úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og báðum vítunum, eftir að hafa misst af 23 leikjum, og átti sinn þátt í mögnuðum fyrri hálfleik Brooklyn gegn New Orleans. Hann átti auk þess fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Durant kom inn á í 2. leikhluta en Brooklyn skoraði heil 43 stig í þeim leikhluta og var 79-59 yfir að honum loknum. Brooklyn (36/16) er efst í austurdeild, einum sigri ofar en Philadelphia 76ers, en Pelíkanarnir (22/29) eru í 11. sæti vesturdeildar og þurfa að gera betur til að komast í umspilið í maí. Næsta lið fyrir ofan þá er Golden State Warriors (24/27). Úrslit næturinnar: Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
Indiana 141-137 Minnesota Orlando 116-131 Washington Boston 101-99 New York Brooklyn 139-111 New Orleans Houston 102-93 Dallas Atlanta 113-131 Memphis Oklahoma 102-113 Charlotte Denver 106-96 San Antonio Phoenix 117-113 Utah
NBA Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira