Borgin afléttir ekki kvöð um litla grasflöt og berjarunna þrátt fyrir mótmæli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 13:06 Guðmundur Heiðar Helgason telur ekki hentugt að skylda íbúa til að vera með fjögurra fermetra grasflöt innan skjólveggja. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg ætlar ekki að aflétta kvöð í skipulagi Vogabyggðar um græn svæði innan einkagarða íbúða. Málið varðar sérafnotareiti íbúa í hinu nýja hverfi en Vísir fjallaði í janúar um óánægju Guðmundar Heiðars Helgasonar sem fékk ekki leyfi til að stækka pallinn fyrir aftan íbúð sína. Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi. Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira