Ráðherra hleypur apríl Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. apríl 2021 07:31 Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun