Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 9. apríl 2021 12:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir utan ráðherrabústaðinn. Hún telur vert að fara að huga að því að létta á sóttvörnum. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. Þetta kom fram í viðtali sem fréttastofa átti við Áslaugu fyrir utan ráðherrabústaðinn nú rétt í þessu en ríkisstjórnin hittist til að ræða og fara yfir nýjar tillögur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra; nýja reglugerð sem tók gildi á miðnætti. Áslaug Arna segir sátt um hana innan ríkisstjórnarinnar. „Það gengur vel í baráttunni við veiruna, ljóst að það eru fá smit í samfélaginu, fáir á spítala og nú þurfum við að fara að horfa til þess hvað er fram undan. Hvaða markmið í bólusetningum þegar fleiri eru komnir með vernd. Þegar svona vel gengur hér innanlands er stefnt að frjálsara samfélagi.“ Ráðherra telur að tímabært sé að létta á reglum innanlands Nú var fyrri reglugerð dæmd ólögmæt. Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum? „Mjög mikilvægt er að allar svona íþyngjandi aðgerðir gegn borgurum hafi skýra lagastoð. Héraðsdómur komst að því að svo var ekki. Heilbrigðisráðherra fer núna leið sem gengur skemur en er auðvitað til þess fallin að gæta að öllum sóttvörnum. Og þá hagsmuni að leiðarljósi að við getum tryggt að sem fæstir smitaðir komi til landsins.“ Þá var Áslaug Arna spurð út í litakóðunarkerfið sem hefur verið gagnrýnt talsvert. Hún sagði Íslendinga nú vera að nálgast það að hafa bólusett alla sem eldri eru en sjötíu ára. Og enn fleiri seinni partinn í apríl. Staðan í löndunum í kringum okkur sé með þeim hætti að það muni lítið breytast þegar litakerfið taki gildi 1. maí. Þá var ráðherra spurður hver hennar afstaða væri til þess, sem ýmsir Sjálfstæðismenn, jafnt innan sem utan þings hafi kallað eftir sem eru vægari sóttvarnaraðgerðir? „Já, ég held að það sé að koma tími á að fara að létta á hér innanlands og ég vonast eftir því að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit, enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum í átt að sumri.“ Mál Brynjars ekkert rædd innan flokks Finnst þér aðgerðir of harðar? „Ég held að það þurfi að líta til þess og ég held að það þurfi að fara að létta á þeim. Það gengur almennt vel í baráttunni við veiruna. Fá smit utan sóttkvíar og við verðum að líta til þess. Leyfa fólki að njóta þess og horfa jákvæðum augum til þess.“ Áslaug Arna var að endingu spurð hvað henni sýndist um fræga för Brynjars Níelssonar þingmanns til Spánar, þó fyrir lægju tilmæli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að fólk væri ekki að ferðast milli landa að óþörfu? „Ég veit ekki betur en Brynjar hafi farið áður en sóttvarnarlæknir hafi komið fram með þau tilmæli. Hann hefur sínar ástæður fyrir því.“ Áslaug Arna segir mál Brynjars ekkert hafa verið rætt innan flokks, fólk sé frjálst og ferðist milli landa ef það telur þörf á því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið. 9. apríl 2021 11:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem fréttastofa átti við Áslaugu fyrir utan ráðherrabústaðinn nú rétt í þessu en ríkisstjórnin hittist til að ræða og fara yfir nýjar tillögur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra; nýja reglugerð sem tók gildi á miðnætti. Áslaug Arna segir sátt um hana innan ríkisstjórnarinnar. „Það gengur vel í baráttunni við veiruna, ljóst að það eru fá smit í samfélaginu, fáir á spítala og nú þurfum við að fara að horfa til þess hvað er fram undan. Hvaða markmið í bólusetningum þegar fleiri eru komnir með vernd. Þegar svona vel gengur hér innanlands er stefnt að frjálsara samfélagi.“ Ráðherra telur að tímabært sé að létta á reglum innanlands Nú var fyrri reglugerð dæmd ólögmæt. Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum? „Mjög mikilvægt er að allar svona íþyngjandi aðgerðir gegn borgurum hafi skýra lagastoð. Héraðsdómur komst að því að svo var ekki. Heilbrigðisráðherra fer núna leið sem gengur skemur en er auðvitað til þess fallin að gæta að öllum sóttvörnum. Og þá hagsmuni að leiðarljósi að við getum tryggt að sem fæstir smitaðir komi til landsins.“ Þá var Áslaug Arna spurð út í litakóðunarkerfið sem hefur verið gagnrýnt talsvert. Hún sagði Íslendinga nú vera að nálgast það að hafa bólusett alla sem eldri eru en sjötíu ára. Og enn fleiri seinni partinn í apríl. Staðan í löndunum í kringum okkur sé með þeim hætti að það muni lítið breytast þegar litakerfið taki gildi 1. maí. Þá var ráðherra spurður hver hennar afstaða væri til þess, sem ýmsir Sjálfstæðismenn, jafnt innan sem utan þings hafi kallað eftir sem eru vægari sóttvarnaraðgerðir? „Já, ég held að það sé að koma tími á að fara að létta á hér innanlands og ég vonast eftir því að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit, enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum í átt að sumri.“ Mál Brynjars ekkert rædd innan flokks Finnst þér aðgerðir of harðar? „Ég held að það þurfi að líta til þess og ég held að það þurfi að fara að létta á þeim. Það gengur almennt vel í baráttunni við veiruna. Fá smit utan sóttkvíar og við verðum að líta til þess. Leyfa fólki að njóta þess og horfa jákvæðum augum til þess.“ Áslaug Arna var að endingu spurð hvað henni sýndist um fræga för Brynjars Níelssonar þingmanns til Spánar, þó fyrir lægju tilmæli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að fólk væri ekki að ferðast milli landa að óþörfu? „Ég veit ekki betur en Brynjar hafi farið áður en sóttvarnarlæknir hafi komið fram með þau tilmæli. Hann hefur sínar ástæður fyrir því.“ Áslaug Arna segir mál Brynjars ekkert hafa verið rætt innan flokks, fólk sé frjálst og ferðist milli landa ef það telur þörf á því.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið. 9. apríl 2021 11:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03
Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið. 9. apríl 2021 11:43