Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:01 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar. Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar.
Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira