Bann við æfingum og keppni í íþróttum á Íslandi hefur verið við lýði síðan 25. mars þegar nýjar sóttvarnareglur tóku gildi. Þær gilda til 15. apríl.
Rætt var um íþrótta- og æskulýðsstarf og sóttvarnir á fundi ríkisstjórnar Íslands í dag.
Í tilkynningu frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, kemur fram að stefnt sé á að hefja íþróttaiðkun við fyrsta tækifæri og vinna með það að markmiði hafi farið fram í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni.
Það er forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðstarfi af stað enda er um mikilvægt lýðheilsumál að ræða....
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Friday, April 9, 2021
Íþróttastarf hefur verið verulega skert undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins.
Keppni hófst 13. janúar síðastliðinn eftir 99 daga bann. Bannið var svo aftur sett á 25. mars eins og áður sagði.