Það er ekki að undra að tillagna sóttvarnalæknis sé beðið með eftirvæntingu þar sem þau hafa mikil áhrif á líf alls almennings, sem verður að laga sig að þeim sóttvarnareglum sem Svandís Svavarsdóttir setur í framhaldi tillagnanna.

Vaxandi pirrings er hins vegar farið að gæta vegna sóttvarnaaðgerðanna hjá sumum, ekki síst hjá hópi stjórnmálamanna á leið í prófkjör fyrir komandi kosningar í haust.
Þá mæta þau Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna í þáttinn en þau gegna embættum formanns og varaformanns velferðarnefndar Alþingis.

Sóttvarnaaðgerðir koma gjarnan til umræðu í nefndinni. Á fimmtudag varð heilbrigðisráðherra við beiðni fulltrúa Pírata í nefndinni um að fá afhent gögn á bakvið ákvörðun heilbrigðisráðherra um setningu umdeildrar reglugerðar um sóttkvíarhótel.
Rætt verður um dóm héraðsdóms á lögmæti reglugerðarinnar og hvort eðlilegt hefði verið að fá efnislegan dóm frá áfrýjunardómstiginu í Landsrétti.
Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.